Herbergi

Á Hótel Laugarhóli eru 17 tveggja/þriggja manna herbergi, 11 með sér snyrtingum og 6 með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu.

Hótel Laugarhóll var upphaflega byggt sem skólahúsnæði, Klúkuskóli, og samkomuhús, Laugarhóll. Árið 1994 var skólinn aflagður vegna fólksfækkunar í sveitarfélaginu en húsnæðið áfram notað sem samkomuhús og gistiheimili. Árið 2000 var byggð sex herbergja hæð ofan á heimavistarálmuna og íbúð skólastjórnenda breytt í fjögur herbergi með sér baði.

Á efri hæð hússins eru nú sex rúmgóð og björt hjóna-/tveggja manna herbergi með sér snyrtingum og hægt að koma fyrir þriðja rúminu, engin lyfta.

Í elsta hluta hússins, einnig á efri hæð, eru fjögur hjóna-/tveggja manna herbergi með sér snyrtingu, engin lyfta.

Á neðri hæðinni, þar sem áður var heimavist, eru fimm tveggja manna herbergi með vaski og eitt án vasks með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu (tvö salerni og tvær sturtur). Hægt er að koma fyrir auka rúmi í sumum herbergjum. Einnig er á neðri hæðinni eitt hjóna-/tveggja manna herbergi með sér snyrtingu, aðgengi fyrir hjólastól og sér útbúnu salerni og sturtu fyrir fatlaða.

Öll herbergi eru reyklaus, án sjónvarps/útvarps og án nettengingar, en á neðri hæðinni er setustofa með ókeypis þráðlausri nettengingu.
Innbókun er frá kl. 15 og útskráning er fyrir kl. 11. 

Smelltu hér til að skoða bókunarskilmálar.