Sagan

Árið 1929 hófust framsýnir bændur í Bjarnarfirði handa við byggingu sundlauga í firðinum. Tvisvar voru byggðar torflaugar sem eru löngu horfnar en sú laug sem nú stendur traustum grunni á Klúkujörðinni við hlið Hótel Laugarhóls var byggð á árunum1943‐1947. Framkvæmdin var samstarfsverkefni sundfélagsins Grettis, Kaldrananeshrepps og ríkisins, að mestu unnin í sjálfboðavinnu og mikið þrekvirki þar sem engar vélar komust um veglausan fjörðinn.