Sýning í sundskýlunum

ALLIR EITT - sögusýning í sundskýlunum við Gvendarlaug hins góða á Klúku var opnuð þann 8. júní 2014.  Á sýningunni eru ljósmyndir úr fórum Þórdísar Loftsdóttur húsfreyju í Odda frá byggingu og vígslu laugarinnar auk fróðleiks úr gömlum fundargerðabókum Sundfélagsins Grettis en félagið stóð fyrir byggingu sundlaugamannvirkjanna á Klúku undir kjörorðinu Allir eitt.

Sýningin er komin til að vera og veita gestum Gvendarlaugar tilfinningu fyrir þeim einhug og framsýni sem ríkti við gerð þessa merka mannvirkis auk fróðleiks um byggingasögu hennar. Sýningunni er einnig ætlað að vera hvatning til vina og velunnara laugarinnar til að ganga til liðs við Hollvinafélag Gvendarlaugar hins góða og taka höndum saman um að klára það einstaka verk sem bygging laugarinnar var.

Sýningin er opin alla daga á opnunartíma laugarinnar frá kl. 8:00 til kl. 22:00.