Yfir vetrarmánuðina, frá október til apríl, er hægt að fá húsið leigt fyrir hópa og hefur aðstaðan reynst henta einstaklega vel fyrir fjölbreytta starfsemi. Hér hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópar en einnig björgunarsveitir, kórar og hljómsveitir við æfingar. Hér hafa líka verið haldnir fundir, námskeið og ráðstefnur og kvikmyndagerðarfólk, innlent og erlent, dvalið hér við leik og störf.