Ferðin hingað

Staðsetning

Það er styttra norður á Strandir en þig grunar því haustið 2009 var opnaður nýr heilsársvegur um Arnkötludal (Þröskulda) og nú tekur aðeins um þrjá tíma að aka frá Reykjavík um Borgarfjörð, Bröttubrekku og Búðardal til Hólmavíkur á bundnu slitlagi (233 km). Frá Hólmavík að Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði eru aðeins 25 km ef ekið er yfir Bjarnarfjarðarháls. Fyrir þá sem ekki eru að flýta sér er reyndar ekki síður gaman að fara Holtavörðuheiði og norður Strandir. Hótel Laugarhóll er við veg 643. 

Frá Reykjavík um Bröttubrekku og Arnkötludal til Hólmavíkur 233 km.
Frá Ísafirði um Djúpveg yfir Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur 225 km.
Frá Akureyri yfir Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Ennisháls til Hólmavíkur 336 km.

Næsta þéttbýli/verslun/eldsneyti: Drangsnes 18 km, Hólmavík 25 km, Norðurfjörður 75 km.

GPS PUNKTAR N65° 46' 51.958" W21° 31' 13.251"